fimmtudagur, janúar 29, 2009

ætla að henda inn einni nýrri færslu upp á gamanið. tvær hljómsveitir eru að fara að gefa út nýjan disk í mars sem ég er spenntur fyrir, það eru röyksopp og prodigy. junior heitir diskurinn sem röyksopp er að fara að gefa út og eru nú þegar hægt að hlusta á tvö ný lög á heimasíðunni þeirra, það eru lögin happy up here og happy birthday

röysopp spilari


prodigy er að fara að gefa út diskinn invaders must die sem er fyrsti diskur prodigy þar sem keith flint, liam howlett og maxim síðan fat of the land kom út. lögin invaders must die og omen eru komin í spilun og eru þau bæði hress, fersk og má alveg dansa við.

omen og invaders must die


skrifað af criticts 18:56 criticts

mánudagur, maí 19, 2008

dísa, dóttir jakobs frímanns magnússonar og ragnhildar gísladóttur hefur greinilega erft sönghæfileika foreldra sinna því það sem ég hef heyrt með henni er stórgott. hún hefur innblástur frá gæða hljómsveitum, saman ber boards of canada, radiohead, bang bang, zero 7, amon tobin og blonde readhead svo eitthvað sé nefnt (tekið af mæspeisinu hennar undir uppáhalds tónlistarmenn) og það virðist skila sér í tónlist hennar þó hún sé nú ekki beint lík þessum hljómsveitum.

hún er góð söngkona og semur góð lög, allt sem er á myspace síðunni hennar er gaman að hlusta á og ég verð að fara að verða mér út um plötuna hennar sem kom út síðasta föstudag eftir því sem ég kemst næst.

http://www.myspace.com/disamusic mæli með anniversary og missing part


skrifað af criticts 00:01 criticts

fimmtudagur, maí 15, 2008

meira bang gang. en nú er komið í ljós að bang gang mun spila á lunga í sumar á seyðisfirði. eftir því sem ég best kemst er bang gang fyrsta nafnið sem birt hefur verið sem boðar gott. ég held því að allir ættu að skella sér á listahátíð ungs fólks á austurlandi í sumar.

ghost from the past, titillag plötunnar er svo komið á myspace síðuna hjá barða þannig að ég minni á http://myspace.com/banggangband


skrifað af criticts 12:08 criticts

miðvikudagur, maí 07, 2008

ætla að skella inn lítilli færslu þar sem ég er ekki búinn að skrifa neitt lengi. en fréttir eru á kreiki um að það styttist í nýju bang gang plötuna sem ég held að eigi að koma út í sumar.

þetta er sá diskur sem ég er hvað spennastur fyrir að komi út núna á næstunni en aftur á móti er ég ekki búinn að heyra mikið af því hvaða hljómsveitir eru að fara að gefa út diska í sumar, beck á eftir að gefa út disk veit ég. það verður þó vonandi gott tónlistarsumar.


en það er komið á hreint að bang gang diskurinn mun heita ghosts from the past og það er nú þegar komið lag í spilun sem heitir i know you sleep. ég get ekki sagt að þetta sé besta lag sem barði hefur gert en það lofar samt góðu. hægt er að hlusta á stytta útgáfu af laginu á mæspeis bang gang.

http://www.myspace.com/banggangband


skrifað af criticts 21:53 criticts

mánudagur, mars 31, 2008

til er aragrúi af góðum íslenskum hljómsveitum sem eru hættar en það eru tvær hljómsveitir sem að mér finnst að ættu að taka sig saman og koma með comeback tónleika árið 2008. jafnvel á iceland airwaves.

önnur hljómsveitin er botnleðja sem er með betri rokkhljómsveitum sem sungið hafa á íslensku, unnu músíktilraunir 1995, hafa gefið út 5 breiðskífur og unnið til margra verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum t.d. besta lag ársins, besta plata ársins og besta hljómsveit ársins.

hressir og sprækir, leyfðu blur að nota "whoo-hoo" úr laginu þið eruð frábær í stórsmellinum song2 og fóru svo með þeim í tónleikaferðalag til bretlands. væri gaman að sjá þá koma saman og taka eitt stykki tónleika.

http://myspace.com/botnledja

hin hljómsveitin er quarashi, og þá er ég að tala um upprunalegu myndina, með hjössa og án tiny. hljómsveitin sem meikaði það næstum í bandaríkjunum og er meira að segja með lag í myndinni 2 fast 2 furious og í þáttunum alias og smallville.

gríðarlega frægir á íslandi og allar þeirra plötur (sem hafa alltaf bara verið gefnar út í 6000 eintökum) hafa selst upp og þar með farið í gull. ég fór einmitt á síðustu tónleika qurashi áður en þeir hættu sem voru haldnir í ka heimilinu af öllum stöðum. mjög góðir tónleikar en ég væri til í að sjá þá spila með hössa þar sem ég held að það sé mun betra.

http://www.myspace.com/quarashimusic

þannig að nú ættu forráðamenn airwaves að demba sér í það að tékka hvort þessar tvær hljómsveitir séu ekki meira en spenntar fyrir að taka eins og eina comeback tónleika á árinu.


skrifað af criticts 18:18 criticts

sunnudagur, mars 30, 2008

það er alltaf gaman að fara á tónlistarhátíð, það sem er hins vegar gríðarlega súrt er þegar maður kemst að því að hljómsveit sem manni finnst skemmtileg en þekkti ekki á þeim tíma var að spila á hátíðinni. dæmi um þetta eru pendulum á hróaskeldu 2006, justice á hróaskeldu 2007 og svo það nýjasta: ungdomskulen á iceland airwaves 2007. held meira að segja að þeir hafi líka verið á annari hróaskeldunni.

hver hefði haldið að einhverjir 3 gaurar frá noregi væru eitthvað skemmtilegir og þess virði að eyða dýrmætum tónlistarhátíðartíma í? allavegana eiga þeir eitt gott lag, modern drummer, og ég ætla að setja myndbandið við það hérna. roosalega steikt myndband þannig að fólk getur eiginlega bara startað myndbandinu, sett svo gluggann niður og hlustað bara á lagið.



skrifað af criticts 23:36 criticts

miðvikudagur, janúar 16, 2008

nýjasta afurð gamalreyndu jaxlanna í chemical brothers kom út í fyrra og eins og nokkrar aðrar 2007 plötur er ég bara að hlusta á þær fyrst núna. ég var búinn að lesa misjafna dóma um þessa plötu, sumir segja að hún sé góð á meðan aðrir segja að hún sé sorp. eins og t.d. rjominn.is sem gefur henni einn í einkunn af fimm mögulegum og segir að þetta sé argasta skran. eftir að hafa hlustað á plötuna sjálfur nokkrum sinnum verð ég bara að segja að ég verð að vera þeim ósammála.

þetta er fínasta e-pillu dansplata með auðmeltanlegum slögurum inn á milli. lög sem hafa verið að meika það eru lög á borð við do it again og the salmon dance (skemmtilegt lag um fiskadans og fróðleik um laxa).



svo var verið að tilkynna það í dag að chemical brothers verði að spila á hróaskeldu árið 2008. þannig að næsti hrói er strax orðinn spennandi. en ég segi að þetta sé góð plata, veit ekki við hverju fólk sem drullar yfir hana hafi verið að búast við þegar þessi plata kom út, ekki endalaust hægt að gera smelli eins og "block rockin beats" og "hey boy/girl"

http://www.myspace.com/thechemicalbrothers


skrifað af criticts 18:57 criticts

- Útvarp -
we are the night - chemical brothers
the world is yours - ian brown
in rainbows - radiohead
mars volta diskar
- skrifaðir mánuðir -
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
mars 2008
maí 2008
janúar 2009
- diet pepsi -
tryggvip&birkirk / heidi / raggi / jón&hrönn / benni / strandgatan / gudni / ragga / katrin
- fresja -
thorvalds*myndir / allmusic / ctrl+alt+del / imdb / fotbolti.net / tv.com / muninn
- bands -
depeche mode / bloc party / modest mouse / dfa1979 / interpol / kaiser chiefs / kasabian
- wallpaper -
wallpaper nr.1 / wallpaper nr.2 / wallpaper nr.3